Fjórir kaflar í bakheilsu.

Lýðheilsa sem er sameiginleg okkur öllum og velvera í baki eru alltaf fjórir flokkar sem er vert að minnast á. Þau eru svefn, matur, hjartastyrkur og hreyfing,

Svefn er óumbreytanlegt kerfi sem kyrrir, róar og lægir líkamsstarsemi, algengast á myrkvuðu tímabili í sólahringnum. Svefninn jafnar og viðheldur eðlilegum efnaskiftum í liðþófum hryggjar þegar álag líkamsvigtar fer af baki í legu. Liðþófar eru blóðsnauður vefur. Þeir eru 23 í hryggsúlunni og ef þeim væri raðað saman í eina heild myndu þeir vera 1/3 af lengd hryggsúlunnar. Fyrir tilstilli stórra sykurmólekúla (mucopolypróteina) í liðþófunum eykst innflæði á vökva og næringu við legu í hvíld. Spenna í brjóski og efnaskifti haldast eðlileg við minnkun þrýstings af burði líkama. Maður að meðalhæð verður e.t.v. 2.5 cm hærri að morgni eftir nætursvefn en kvöldið áður. Hann lækkar um svipað af burði eigin líkamsvigar yfir daginn. Þegar maður er virkur og hreyfir sig er einnig góð upptaka á næringu í brjóski. Liðþófarnir virka eins og höggdeyfar. Þeir hafa afgerandi áhrif á styrk, stöðu og hreyfingu.Í svefni vöðvatónn réttuvöðva hryggjar er mjög lágur og tíðni hæg. Þú ert í reynd í huglegu lömuðu ástandi (involuntary paralysis). Gæðasvefn er í djúpum svefni. Réttuvöðvar eru tónlitlir, blóðþrýstingur, hjartsláttur sefast, Lífeðlisfræðileg hvíld kemur en það er heilanum alger nauðsyn. Heilinn er eina líffærið sem getur ekki verið án svefns, þó er starfsemi þar mikil í svefni.

Próteinrík fæða, fita og kolvetni, s.s. kjöt, fiskur, rúgbrauð, hafragrautur eða skyr innihalda öll ríkulegt af eggjahvítuefnum. Við meltingu eru unnin úr meltunni amínósyrur sem líkaminn nýtir s.s. í byggingu á beini og trefjum í liðþófum. Trefjarnar eru geysisterk, sterkara en stál. Það er sérstakt að fiberefni í liðþófum er með stuttan líftíma sem er aðeins um einn mánuður. Það eru bæði frumur í brjóski sem byggja brjósk og líka frumur í brjóski sem eyða því. Rúmmál brjósks helst í jafnvægi þar til slit minnkar rúmmálið. Vöxtur í börnum og ungmennum er eina viðbótin sem brjósk fær þá eingöngu þegar ungt fólk vex úr grasi. Liðþófar eru blóðsnauður vefur, eðlilega má segja að 70% er vatn, og 30% þurrefni. Helmingur þurrefnis er fiberefni sem kollagen og restin eru mjög stór sykurmólikúl sem heita hyalinureasi. Sykurmólikúlin hafa vökvadrægni-eiginleika. Þessi sykurmólikúl eru gerð úr minni sykurmólikúlum sem heita chondroitin og glukosamin. Þessi efni í brjóski viðhalda rakamagni í brjóski eðlilegu, þegar farg á brjóski er mikið losar það sig við vökva og verður seigara, og þegar farg er ítið eins og við legu þá dregur brjóskið til sín raka. er athyglivert að beinmassi líkamns endurnýjast 20-40% árlega. Á vaxtartíma barns og ungmennis bætist 1% á beinmassa árlega, helst í jafnvægi til 50 ára aldurs. Þá tapar konan 2% beinmassa á seinni hluta ævinnar, en karlinn tapar 1% innan sama tímaramma. Fitu passar heilinn vel upp á en hann notar fituna m.a. í viðgerð á vöðvafrumum. Þú þarft að labba lengri vegalengd en 10 km til aðheilinn fari að nota fitu til bruna. Uppáhalds efni til bruna í öllum frumum líkamans eru kolvetni. Ég kalla það heilafóður. Allar frumur fyrir utan taugafrumur geta gerjað sykur til að fá skjótfengna orku, en við þurfum að muna eftir nýyrðinu núvitund og passa að súrefnismettun er góð svo bruni er góður.

Góður hjartastyrkur viðheldur góðum efnaskiftum í öllum líkamsvef. Hjartað dælir blóðinu út í líkamann. Þegar vöðvar dragast saman dæla þeir blóðinu aftur til hjartans. Að auki hjálpar andardrátturinn bláæðadælunni. Sog á lofti til lungna nýtir líkaminn að mestu leiti til að endurnýja loft í lungum að ná súrefni til líkama. Að auki virkar sogið í brjóstkassanum að liðsinna bláæðadælingu aftur til hjartans. Mikið til öll orka líkamans nýtist eða er notuð í hreyfigu þegar við erum vakandi. Bein er harður vefur sem gefur ekki eftir og hefur engan sveigjanleika. Bein sem vefur á allt undir þvi að spenna í líkamanum er eðlileg. Ef þrýstingur eða ok er óeðlilegt getur komið beinhimnubólga eða bjúgur sest að við bein. Bjúgmyndun við bein er erfiðara að losna við og veldur gjarnan verk. Liðþófar í baki eiga allt undir því að blóðflæði er eðlelegt um bein, þar sem næringu og vökva til brjósks síast frá liðbolum hryggjarliða.          Liðugur hryggur bætir limaburð. Í uppréttri stöðu og setu þarf að hafa tilfinningu fyrir réttstöðu og réttri setu til að geta tileinkað sér hvíld. Liðleiki ýtir undir eðlilegar tilfinningar í burðarlíffæri. Vig göngu þegar sprengikraftur rassvöðva færist upp í bakið þarf mjóbakið að geta sveigst og dúað á liðþófunum þannig að ganga verði áreynsluminni, en bogaliðirnir stýra hreyfingunni. Jafnvægi verður betra, hreyfing lagast, þrýstingstilfinning við þvingun, ok eða álag verður eðlilegara, öndun lagast og skyn fyrir þreytu og hvíld jafnast. Verkir eru minni.      Stirður hryggur fylgir flest öllum krankleika. Stirðleikinn hægir á pumpuáhrifum í mjúkum vef burðarlíffæris. Óvirkur stirður hryggur dregur úr þanmöguleikum liðþófa. Í uppréttri stöðu og setu er minni aðlögun að breytilegu burðarþoli í baki með aukningu á smáslysum og bólguviðbrögðum. Í legu er minna innflæði á vökva í liðþófana. Tengsl á milli stirðleika og verkja eru vel þekkt. Morgunstiðleiki sem hluti af vanda gigtarsjúklilnga hefur verið skoðað í þaula, og breytt miklu í meðferðarúrræðum gigtarsjúkra til betri vegar á undanförnum árum. Mælitæki á stirðleka hafa líka gefið okkur mun betri skilning á úrræðum sem virka bæði að bæta lífsgæði og hreyfingu.

Hreyfing er eðlilegur hluti af tilfinningalífinu. Mikið til öll orka líkamans nýtist eða er notuð í hreyfingu þegar við erum vakandi. Þegar ég leita að orðinu propriception ( sem er þýtt sem stöðu- og hreyfiskin ) í orðabókunum finn ég að í íslensku leitast málhneigðin að tengja orðið skynjun hreyfinga og birtu eða heiður eins og í heiður himinn, velsæmi eða háttprýði, Ég óneitanlega leiði hugann að því að gera verkefnin vel og klára þau svo nýtist heildinni. Hreyfing tengist gjarnan birtu þar sem eitt af aðalskynfærum líkamans nýtist til að fylgjast með (sjónin). Hryggjarsúlan er geysisterk. Hún er samsettur úr sterkum beinum, beinin eru tengd saman með sterkum liðþófum sem gefa honum styrk og fjaðurmögnun.  Bogaliðum á beinbogum hryggjarliða stýra hreyfingu mjóbaks og háls í ákveðinn farveg. Bogaliðirnir sem eru stundum nefndir liðhyrnur stýra hreyfingu baksins fram og aftur, í snúning og til hliðanna. Eins er um hálsinn. Það eru liðir með snertifleti sem eru eins sleipir og  flötur spegils. Hnakkinn, brjóstbakið og mjaðmagrindineru frekar fastir hlutar baksins. Hryggurinn er styrktur af sterkum liðböndum og umlukinn stórum aflmiklum réttuvöðvum. Manninum er eðlilegt að standa uppréttur. Við stöðuna er burður líkamsvigtar með vöðvum. Vöðvar miðjusetja líkamsvigt inn á hrygg og s.s. önnur bein. Lykilhugmyndin er aðlögunarhæfileiki að breytilegu burðarþoli og limaburðar. Liðaheildin ræður við burðinn. Ef tilfinning er fyrir verk eða bólgu þá geta vöðvar baksins breytt samstillingu og fært þunga upp eða niður á milli hryggjarliða til að breyta burði og álagi og e.t.v. skekkt burðarvirkið. Á góðum degi virka liðþófarnirg stuðpúðar sem líkamsvigtin dúar á.  Kerfi meðvitaðra viðbragða í skinni, beinagrind, vöðvum og bandvef sem er í sömu tóntegund og viss heilastarfsemi. Meðvitund sem er stanslaust að stilla tóninn til að upplýsa heilann um hreyfingu (proprioception). Gjörhygli þaf til að gleyma ekki tilfinningu um jafnvægi á limburði  og jafnvægi hryggjarsúlunar, til dæmis að klípa saman með þumal og vísifingri hægri handar og grípa um saumaþráð.  Hreyfingar með hægri hendi og viðhalda huglægu verkminni og sleppa ekki haldinu á þræðinum og sjá hvert þú ætlar að setja hann.  Stöðu- og hreyfiskyn og leiðbeinir heilanum metað hæfi hreyfingar, velsæmi hreyfingar og háttprýði hreyfingar. Við hin ýmsu iðnverk þar sem iðnaðarmaður kann handverkið notar hann huglægt verkminni handar til að meta ýmsa þætti verksins til að hreyfing sem hann hefur lært gagnist og hann klári verkefnið.