Starfssvið kiropraktors
- Söguleg atriði.
Alla tíð hafa kírópraktorar litið á heilbrigði og sjúkdóma á svipaðan hátt og almennt gerist nú á dögum. Heilbrigði er ekki ástand án sjúkdóms, heldur ásigkomulag sem lýsir sér í því að einstaklingur er fær um að vera virkur og virknin breytist eðlilega á milli líffræðilegra-, andlegra-, og félagslegra stiga. Kiropraktík hefur alltaf lagt mikið upp úr lífeðlisfræðilegu jafnvægi (homeostasis) eða jafnvægi á milli þátta í líkamsstarfsemi og voru kírópraktorar meðal þeirra sem fyrst lögðu áherslu á sambandið á milli hreyfibúnaðar líkamans og taugakerfisins aðallega með tilliti til hryggjarins. Notuðu þeir orðið „subluxation“ í fyrstu um skekkju eins eða fleiri hryggjarliða og á seinni tímum óreiðu á burðar- og hreyfieiningu liða.
- Skilgreiningar.
Kiropraktik hefur verði skigreind af Evrópusambandi Kírópraktora (ECU). Við hana má bæta að kiropraktikin lítur svo á að jafnvægisástand feli í sér fullkomið samræmi á milli taugakerfis og hreyfibúnaðar líkama og að hreyfibúnaðurinn geti beðið tjón sem hægt er að lagfæra með kunnáttuverki mannshandarinnar eða annars konar meðferð á burðarvirkis mannslíkamans.
Að því er hrygginn varðar leggur kiropraktorinn ríka áherslu á skipulagsvandræði í burðar eða hreyfibúnaði (venjulega kallað subluxation) og slík óvirkni í hreyfibúnaði hefur oft staðbundin, jaðarbundin og í sumum tilfellum innri áhrif. Slíka óvirkni liðamóta má laga að vissu marki og oft alveg. Í samhengi er ígrunduð meiðsli í vöðvum, sinum, liðböndum og æðum.
- Staða kiropraktikur á meðal annarra heilbrigðisstétta.
Það sem einkennir kiropraktík og gefur henni sérstöðu er heildarhugmynd um skynjun á uppruna sjúkdóms og þróunarferli I hreyfitaugakerfinu, rétt sjúkdómsgreining og sérstakar aðferðir við meðhöndlun sjúklingsins.
- Sjúdómsgreining.
Kirópraktorinn á að nýta sér alla greiningarþætti nuðsynlega til að geta með öruggum hætti náð árangri með meðferð sinni enda í samræmi við menntun hans, æfingu og öryggi. Kírópraktorinn þarf að hafa í huga sannanlega þörf og hag sjúklings, og líta á hann í heild sinni.
- Meðferð
Kiropraktorinn notar þær aðferðir til meðferðar sem koma heim og saman við hugmyndir sem liggja að baki skilgreiningarinnar á kiropraktík. Upprunalegasta og mikilvægasta aðferðin er hnykkingin sem hefur verið skilgreind sem handbeiting ákveðins krafts sem beint er að liðamóti, kemur þannig liðnum á hreyfingu utan lífeðlisfræðilegra marka en innan þeirra marka sem sem eru í líffærafræðilegu samhengi. Einnig getur hann notað aðrar aðferðir til meðferðar og beitt viðeigandi læknisaðferðum öðrum sem aðrar heilbrigðisstéttir nota, en þó ekki lyfjagjöf eða skurðaðgerðum.
Við ákvörðun á staðbundinni meðhöndlun lítur kiropraktorinn svo á að hún komi alls ekki til greina þegar um er að ræða sjúklegt ástand svo sem illkynja bein- eða liðæxli, sóttnæman beinsjúkdóm, liðagigt, beinbrot eða liðamót úr lið. Lítt kemur til greina kírórpaktísk meðferð þegar um er að ræða úrkölkun á háu stigi eða langt þróunarferli á háþrýsting.
Að lokum er meginregla að þegar sýnt þykir að kiropraktisk meðferð dugar síður og þegar álitið er að önnur læknismeðferð verði árangursríkari þá er vísað til hennar.