Nafnlaus tölfræði skjólstæðinga kiropraktorstofu Tryggva Jónassonar.
Síðastliðið ár er engin undantekning um tölfræði sem ég geri árvisst um skjólstæðinga á kiropraktorstofu minni sem hóp. Greining á vanda, kyn, aldur, samskipti við aðrar heilbrigðisstéttir, bólgueinkenni við beinaskoðun, greiðslu úr sjúkrasjóði verkalýsfélags, samskiptablað og MÁS eru atriði sem gagnlegt er að rýna í. Greinargerðin er gerð úr ársskýrslu árið 2019.
Á stofuna koma frá upphafi einstaklingar sem eru og hafa verið í gegn um tíðina “eldri kúnnar”, og einnig eru enn að koma menn til mín í fyrsta skifti “nýjir”. Aldursforsetinn 2019 er 88 ára, og sá yngsti er 14 ára.
Meðaltal meðferðarskifta af öllum sem komu í heimsókn árið 2019 eru 5.5
Verkalýðsfélög greiða undantekningalaust við framvísun reiknings til sjúkrasjóðs. Af þeim sem koma til meðferðar nýttu 17% rétt sinn til endurgreiðslu úr sjúkrasjóðum verkalýðsfélaganna.
Breyting varð á gjaldskrá minni áramótin 2018-2019. Þá er ég með gjaldaliði fyrir ýmis atriði sem ég skoða og set saman gjald fyrir hverja meðferð, verður þá aðeins flóknari samsetning er áður en oft ódýrari fyrir bragðið. Komugjald er nú um áramótin kr. 1.200.- og meðferð kr. 3.000.-, samanlagt kr. 4.200.- Þetta má allt skoða hér á heimasíðu kiropraktorstofunnar undir gjaldskrá.
Greiningar á stoðkerfisvanda hjá þeim sem leituðu til Tryggva Jónassonar á kiropraktorstofunni 2019
- Staðbundnir verkir í mjóbaki (myosis lumbalis) 49%
- Staðbundnir verkir í hálsi (myosis cervicalis) 15%
- Staðbundnir verkir öllum hrygg (myosis vertebrogen) 23%
- millirifjaverkir (myosis cervico-torkalis) 3%
- brjósklos (syndrom lumbago ischias) 3.0%
- Höfuðverkur (nervous tension headace) 1%
- Frosin öxl (peritendinitis humeroscapularis) 2%
- Svimi (syndrom arteriovertebralis) 1.5%
- Taugaleiðniverkur til handleggs (syndrom cervico humeralis) 1.5%%
- blóðþrýstingsfall í handlegg (syndrom scalenus anticus) 1%
Í skoðun hjá mér er alltaf innifalin leit og eftirlit með liðbólgum. Tölfræði um einstaklinga með liðbólgur sem hlutfall af heildarfjölda einstaklinga sem koma í fyrstu heimsókn er 72%. Liðbólgurnar eru fundnar með líkamlegri skoðun við fyrstu komu hjá hverjum einstakling árið 2019. Við lok meðferðar þar sem hnykkingar eru aðalmeðferð eru liðbólgurnar í nánast öllum tilvikum horfnar.
Lok meðferðar er með ýmsmum hætti. Fyrir það fyrsta eru margir skjólstæðingar sem klára meðferð og eru þá einkennalausir. Margir þiggja enga eftirmeðferð sem er hugsuð til að fyrirbyggja frekari vanda, en hætta um leið og varkjavandi hverfur, eða einkenni hverfa. Þeir sem þekkja vel til og hafa notað þjónustuna til margra ára bera við að hringja þegar verkirnir koma aftur. Síðan er hópur skjólstæðinga sem koma reglulega til meðferðar er þá er reglan á tveggja mánaða fresti í eitt meðferðarskifti. Læknar og sjúkraþjálfarar ráðleggja skjólstæðingum mínum að hverfa frá meðferð héðan og koma frekar til þeirra. Erfitt er að sannreyna að skjólstæðingurinn sé bara að hagræða og með herkænsku að bera lækninn fyrir sig honum að ósekju. Alltaf er best og í heiðri haft að skjólstæðingnum fer best að vera í einni meðferð í einu.
Samskifti við lækni á meðan á meðferðartíma er í 28% tilvika. Af þeirri tölu eru 9% sem ég leita til roentgenstofnana eða roentgendeildar LSH vegna myndgreiningar. Einnig eru tilvísun til læknis héðan frá stofunni 2.2% tilfella þá sendi ég bréf um samskipti mín og skjólstæðings, yfirleitt vegna beiðni um frekari rannsókn.
Samskiftablað hef ég hannað af reynslu minni sem kirorpraktor. Samskiftablaðið er um ráðleggingar og einstaklingsmiðuð kennsla. Þar leitast ég við að sinna einstaklingsbundnum ráðleggingum. Árið 2008 byrjaði ég að halda utan um ráðleggingar sem ég veiti hverjum og einum um bakið og tengi heilsufarsráðgjöf sniðna að stoðkerfinu. Um samskiftablaðið hef ég haldið tölfræði frá árinu 2016 til að fylgjast með hve margir fá persónulega ráðgjöf og fyrirbyggjandi kennslu. Árið 2019 er 100% af einstaklingum sem nýtur kennslunnar. Sennilega er best þekkt hjá mínu fólki teygjubæklingar sem eru greiningarmiðaðir. Hugmyndin að heimaverkefnum er að styðja við gróandann í beini og brjóski hjá hverjumog einum, og gefa skólstæðingnum tækifæri að læra um viðkvæmni vöðva, styrk vöðva og teygju vöðva.
Ekki hefur verið tekið af skjólstæðingum mínum MÁV (mælikvarði á viðhorf – fear avoidance beliefs questionnaire Waddel G., Newton M., Henderson I., Somerville, D. and Main, C. J. 1993)
Febrúar 2020
Tryggvi Jónasson
Lögg. Kiroprak