Árið 1977 kom ég heim til landsins eftir  sex ára dvöl í Englandi og Danmörku. Ég dvaldi lengst af í Englandi við nám í kírópraktík við Anglo European College of Chiropractic, Skammstafað AECC, og útskrifaðist 1976 sem Doctor in Chiropractic.

Við heimkomuna setti ég upp stofu sem kírópraktor. Þá voru engil ákvæði um kírópraktora í Íslenskum lögum. Eftir töluvert stapp fékk ég leyfi að starfa sem kíróprkaktor samkvæmt lögum sem alþingi samþykkti. Lá þar að baki mikil vinna hjá mér ásamt þáverandi landlækni Ólafi Ólafssyni og þáverandi heilbrigðis og Tryggingaráðherra Matthíasi Bjarnasyni. Á ég þeim miklar þakkir fyrir óeigingjarnt starf að koma fótum undir nýja stétt heilbrigðisgeirans.

Nú hefur orðið breyting til hins betra þar sem Alþingi Íslands samþykkti á vorþingi síðastliðið ný lög um heilbrigðisstarfsmenn. Þessi lög tóku gildi 1. janúar 2013. Með lagasetningunni öðlast kírópraktorar nú lögverndun á starfsheiti, og eru lögvernduð stétt innan heilsugeirans.  Reglugerð sem landlæknir hefur gefið út viðurkennir European Coundil on Chiropractic Education í Evrópu sem gefur út menntunarstaðla. Einnig hefur ráðuneytið fellt niður ákvæði sem var í fyrri reglugerð um kírópraktora að sjúklingur þurfi tilvísun frá lækni að fara til kírópraktors. Merkur áfangi í réttindabaráttu kírópraktora. Viss hefð hefur skapast í samstarfi lækna og mín þar sem ég get leitað upplýsinga um roentgenmyndatökur sem eru teknar á roentgendeildum spítalanna, hjá roentgendeild Domus Medica og Orkuhúsinu. Flestir sem koma til skoðunar og meðferðar er af því þeir þekkja meðferðina, koma fyrir ábendingar vina og kunningja eða fjölskyldu, á stofuna til mín. Allflestir sem koma til meðferðar vegna bakanda fá bata. Ef vandamál sýna sig sem þurfa frekari athugunar eða skoðunar við þá sendi ég tilvísun til læknis til að einfalda ferlið og greiða götu skjólstæðings til bata.

 

Meira seinna,

Tryggvi