Viðvaningurinn og bakið – þursabit í mjóbakinu.

Í málinu eru orðatiltæki eins og að „hafa beinin til að bera það“. Það er náið samband hvernig við áætlum hreyfingar okkar og hvernig við framkvæmum þær. Við hreyfingu sem þú framkvæmir kemur fas sem er einkennandi fyrir þig. Breytileikinn er hvernig manneskjur við erum. Ef hreyfingarnar heppnast og við verðum fyrir skemmtilegri reynslu, erum glöð og trúum á okkur berum höfuðið hátt og erum sátt við framkomuna og limaburðinn. Ef hreyfingarnar mistakast, eða þrýstingurinn gerir okkur stíf má sjá það á útliti okkar, við verðum álút og niðurdregin, axlirnar síga og höfuðið drúpir og hreyfingarnar spegla eitthvað annað en hreysti. Ef hreyfingarnar mistakast hrapallega getur þursabit komið í bakið. Fer þá af stað atburðarás sem ónæmiskerfið sér um til að bæta og græða. Huglægt þarft þú að skilja samspil viðgerðar og kunnáttu með hreyfingar á sveigjum baksins svo viðgerðarferlarnir skili bakinu aftur eftir einhvern tíma eins og nýju

Mjóhryggurinn er neðsti hluti baksins. Hann á rót í mjaðmagrindinni. Stoðkerfið með mjaðmagrindina mjöðmina og neðsta hluta baksins er mjög öflug samsetning, beinin eru stór og sterk. Hreyfing baksins fram er lengst, hinar hreyfingarnar eru minni. Afturhreyfingin er aðeins helmingur áframhreyfingar. Prófaðu aðstyðja höndunum létt á bakið, notaðu huglægt verkminni að þreyfa fyrir hreyfingunni. Hliðarhreyfingarnar eiga að vera jafnar báðu megin. Eins er vindingurinn í mjóbakinu frekar lítill en á að vera jafn báðum megin. Lærðu sjálfur að meta hreyfinguna í speglinum og með höndunum.

Hvað gertur þú sjálfur gert?

Leiksviðið er þannig: Gefum okkur að þú hafir fengið þursabit og hafir farið á bráðamóttöku LSH að fá greiningu og mat um sjúkrahúsvist. Læknirinn sendi þig heim aftur.

  • Verkjastjórn er lykilatriði. Gróandinn einn og sér lagar bakvandann, og ýmsar meðferðar virka, Það er nauðsynlegt að prófa takmarkanir þínar með það markmið að verða virkur og líði þannig betur.
  • Hnykkmeðferð hjá kírópraktor hjálpar gegn bráðavanda í baki. Meðferðin er örugg þegar hún er framkvæmd hjá heilbrigðisstarfsmanni með sérþekkingu í hnykkingum þ.e. kiropraktor. Batinn er oftast fljótur að koma. Nýlegar rannsóknir ‘a fyrirbyggingu þursabits sýna að viðhald í þeim tilvikum hjá kiropraktor 1×2 mánaða fresti er nóg til að fyrirbyggja endurkomu bráðaverks á ársgrunni. Um leið að útiloka 20 daga verkjatímabil ef meðferð er notuð vegna einkenna.
  • Með bráðaverk í baki er versta meðferð sem hugsast getur að liggja í meira en sólahring. Það lengir verkjatímabilið.
  • Kostur er að halda sér gangandi. Hvíldu þig á nóttunni, ef verkir eru slæmir er gott að bæta einum tíma fram fyrir venjulegan háttatíma eða lengja morgunleguna um einn tíma. Ef þú ert frá vinnu þá er gott að hvíla sig liggjandi í e.t.v. 15 mínútur í einu.
  • Það ber að forðast mikið álag á bakið þegar þursabit hrjáir þig. Slepptu erfiðisvinnu og erfiðum æfingum í ræktinni. Ef ekki er aðgát getur þursabit þróast í brjósklos sem eykur vandann.
  • Kuldabakstrar duga gjarnan vel við fyrstu verkjunum í bakinu. Hvíldarpásan sem eru 15 mínútur má gjarnan nota til að setja klaka á verkjasvæðið. Settu poka af klaka inn í handklæði og leggðu pokann á gólfið eða á dýnuna og leggstu með bakið ofan á pokann. Frosinn gelpoki eru ágæt lausn hann er þrifalegur.
  • Ef þú villt nota hita sem meðferð við bráðaverknum er gott að notast við heita pottinn, eða sólaryl í suðurhöfum. Nauðsynlegt er að þú getir gengið niður í pottinn og upp úr honum aftur. Erfiðara er að komast í eða úr heitu baði. Á Íslandi þar sem heitt vatn er ódýrt og auðfengið er það örugglega betri kostur en að nota rafmagnshitapoka á verkjasvæðið.
  • Styðstu við teygjuæfingar sem þú færð hjá kiropraktornum. Þannig æfingum má jafnvel fletta upp á youtube. Teygðu skunsamlega á vöðvum, liðböndum, liðamótum og beinum í hryggnum og liðaheildin nýur góðs af. Ef þu ert til meðferðar hjá sjúkraþjálfaranum biddu hann um æfingar sem þú getur gert heima.
  • Vertu óhræddur að nota verkjalyf, ef á þarf að halda, þau eru skynsamleg til að halda sér gangandi. Nsaid lyf sem þú getur keypt sjálfur í apotekinu virka vel á bráðan bakverk. Þannig má taka þessi efni á fjögurra til sex stunda fresti, allt eftir líkamsstærð og þyngd, eða hve fljót nýrun og lifrin eru fljót að útskilja þessi efni út úr líkamanum aftur. Það ber að forðast að nota magnyl eða gigtarlyf ef þú ert ófrísk eða ert með astma, meltingartruflanir eða magasár.
  • Að heiman þar sem lega er ókostur mundu eftir limaburði og réttstöðu til að ná að hvíla þig. Þá þarftu að standa með bakið eðlilega fett, með höfuð á lóðlínu við mjaðmir og finna með iljaskinni að þunginn er jafn í báðum fótum ekki of langt aftur í hæl eða fram í táberg. Stattu svona í tvær til þrjár mínútur stundaðu kviðstuðning með þindaröndun og hvíldin kemur fljótt fram. Ef álag er lítið gerir þú réttstöðuna en ef álag er meira stendur þú oftar svona.
  • Góð viðbót er ganga, gott er að ganga í hring til að vera kominn á áfangastað þegar verkurinn fer að minna á sig. Stækkaðu gönguhringinn eftir því sem batinn leysir krankleikann af hólmi.

 

Hvernig er hryggurinn gerður?

 Mjóbakið er staður í líkamanum sem samtvinnar flestar líkamshreyfingar. Mjóbak og mjaðmir eru stofninn og rótin sem við byggjum allar tilfinningar okkar á. En tilfinningar sem oft gleymast eða eru bældar s.s. jafnvægi, þreyta, verkir, þrýstingur, brottrekstur, hitaskyn. Æðri skynin fimm sem eru sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt eru tengd inn á annan hátt.

Því miður er verkur mistúlkaður og almennt vanþekking á bakinu sem veldur því að við tökum fyrst eftir því vegna verkja. Mjóbakinu er hætt við áföllum, það þarf að vera eins sterkt og hryggjarliðirnir og brjóskið ber. Það þarf að vera eins liðugt og bogaliðirnir leyfa. Neðsti hluti baksins á að bera þungann af efri hluta líkamans og handleggjum. Helmingur alls mankyns fær bakverk á fullorðinsárum.

Hryggurinn er samsettur úr 24 hreyfanlegum hryggjarliðum og ásamt spjaldhryggnum og rófubeinum mynda í sameiningu langan sveigjanlegan ás. Þegar horft er á hryggjarsúlu frá hlið er þar hálssveigja, brjóstbeygja, mjóbakssveigja og að lokum mynda spjaldhryggurinn og rófubeinið svolitla beygju. Ef horft er á ásinn að framan eða aftan virðist hann beinn og án hliðarsveigja.

Hryggurinn er gerður af hryggjarliðum, liðþófum, bogaliðum og liðböndum. Liðamót á milli hryggjarliðanna ásamt liðarmótum á milli hryggjarliðanna, rifbeinanna og mjaðmagrindarinnar eru um 130 talsins. Allir hryggjarliðir í hálsinum eru litlir, þeir eru ekki gerðir til að bera þunga líkamshluta. Mjóbaksliðirnir eru þykkir og stórir, allir eins að lögun. Þeir mynda ás með stofni í mjaðmargrindinni og grundvallar burð á efri hluta líkama . Hver hryggjarliður er myndaður af sívölum bol og boga með þrem tindum. Á milli liðbolanna og tindanna er gat langs sem hýsir mænuna. Liðþófi er á milli sívölu beinpartanna sem gefur styrk og fjaðurmögnun hreyfinga. Bogaliðir eða stýriliðir eru ofan á og neðan á boga hryggjariðanna. Bogaliðirnir stjórna hver um sig litlum rugguhreyfingum á milli einstakra hryggjarliða, og saman stjórna bogaliðirnir hreyfingu á milli fasta hluta hryggsúlunnar. Þessar hreyfingar hafa verið mældar og staðlaðar í mjóbaki, brjóstbaki og hálsi. Mælieiningar eru taldar í gráðum.

Liðþófarnir. Á milli hryggjarliðanna eru liðþófar. Ef allir liðþófarnir væru settir saman í eina lengju myndu þeir mynda 1/3 af lengd hryggstofnsins. Ysti hluti liðþófanna er gerður úr trefjum en innri hluti þeirra er mjúkur hlaupkennur kjarni. Þeir eru samsettir úr efnum þ.e. 70% vatni, 30% þurrefni. Helmingur þurrefnisins eru trefjar úr proteini og restin eru geysilega stór sykurmólikúl. Ekkert æðakerfi er í liðbrjóski, það er frekar frumstæður vefur, en engu að síður lifa frumur í þessu umhverfi sem viðhalda rúmmáli brjósks. Þessar frumur halda lífi í frumstæðum vef brjósksins og fá súrefni og næringu úr aðliggjandi beinum og liðböndum og losa úrgangsefni þangað.

Aðalhlutverk liðþófanna er að vera höggdeyfar hryggjarins. Liðþófar eru í eðli sínu stífur vefur, þegar við reynum á bakið verða þófarnir flatir af álaginu. Þegar við sveigjum bakið gefa þeir eftir. Þegar við stöndum upp rétt aftur í eðlilegri stöðu taka þeir upprunalega lögun. Liðþófarinr eru liðamót án sleipra snertiflata. Einu hryggjaliðirnir sem hafa ekki liðþófa eru tveir efstu. Þeir eru grunnur fyrir sérstakar höfuðhreyfingar og eru öðruvísi.

Bogaliðirnir. Hryggjarliðirnir tengjast m.a. í tveimur litlum liðamótum, nefndir bogaliðir undir og ofan á bogum hryggjarliðanna. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að stjórna hreyfingum hryggsúlunnar. Liðfletirnir eru klæddir brjóski og þeir eru umluktir liðpoka úr bandvefstrefjum. Inni í liðpokanum er liðvökvi sem smyr liðinn og gerir liðfletina sleipa. Á milli hryggjarliðanna eru göt frá mænugöngunum . Í gegn um þessi göt liggja taugar frá mænunni. Taugarnar liggja fyrir framan bogaliðina og fyrir aftan liðþófana. Taugarnar sem liggja frá hálsliðunum koma frá hálsinum og fara út í handleggina og taugarnar frá mjóbaksliðunum liggja niður í geng um ganglimina til fótanna. Eftir taugunum er hreyfi og stöðuskin til greiningar tilfinninga í heilanum og hreyfiboð fara um þessar taugar til vöðvanna sem stjórna tíðni vöðva og hreyfingu þeirra.

Liðbönd og liðpokar. Að framan og innan í hryggsúlunni eru mjög öflug liðbönd sem liggja frá hnakka og niður á spjaldhrygg. Á milli beintindanna eru lítil, stutt liðbönd. Liðböndin taka þátt í að stjórna hreyfingum hryggjarins. Þau virka kannske eins og strengir strengjabrúðunnar að gefa styrk stuðning og afmarka hreyfigetuna. Það er likilatriði fyrir jafnvægi og að geta treyst stoðkerfinu í hreyfingu. Liðböndin afmarka ytri mörk hreyfinga baksins en takmörk eru á því. Ef það tognar of mikið á þeim slitna nokkrir þræðir og liðböndin verða veikari. Í liðböndum og liðpokum eru margir litlir taugaendar. Þegar við hreyfum okkur strekkist á liðböndunum og liðpokum bogaliðanna. Hreyfingin myndar boð um þetta og heilinn skynjar hvar og hvernig við hreyfum okkur.

Fastir hryggjarpartar. Hreyfingar baksins byggja að mörgu leiti á samtengingu milli huta hryggjarins til að vöðvar geti notað ankerisfestingu og vegið þannig hluta líkamans í hreyfingu. Fastir hryggjarpartar eru hnakkinn, brjóstbakið og mjaðmagrindin.

 

Hver eru hættumerkin?

Tilfallandi gleymska á huglægri tilfinningu s.s. jafnvægi, verkjum, stirðleika, þreytu eða gleymdri tilfinningu fyrir öndunarskyni og hægum hreyfingum geta valdið bakvanda. Ef okkur stendur á sama um tilfinningu fyrir þreytumerkjunum, gleymum hvíldarstöðum fáum við vöðvaspennu og verki. Ef við tökum ekki mark á sársaukanum og ærslumst áfram eins og berserkur frekar en skynsöm hetja er skammt í breytingar eða veikleika í vöðvum, liðböndum, bogaliðum eða liðþófum. Bráðamálið þróast stundum í krónískan vanda. Þess vegna skulum við taka mark á hinum ýmsu tilfinningum líkamans sem við ýtum svo oft til hliðar. Jú það er jafnvægi, öndun, þreyta, verkir, ok eða þrýstingur og hitatilfinning. Allar þessar tilfinningar gefa okkur vísbendingu um líðan í bakinu. Ef þú ert orðinn bakveikur, og einkennin þegar best lætur bara þreyta í mjóbakinu, taktu mark á þeim og bregstu rétt við. Ef verkurinn leggur niður í fótinn og þú ert ekki fær um að sinna alvanalegum hreyfiverkenum er skynsamlegt að láta fagaðila sem löggiltan heilbrigðisstarfsmann skoða vandann og greina hann, og taka meðferð og ráðleggingum um stöðuna. Þá er gott að hafa samband við kiropraktorinn.

Grein eftir Tryggva Jónasson lögg. kiropraktor birt 8.3.2018