Hryggsúlan
Þáttaröð eða örþættir um hryggsúluna, sá fyrsti birtist 6.3.21 og verður tekinn út úr birtingu hjá RUV rás 1 7.3.22. Dagskrárgerðarmaður er Anna Gyða Sigurgísladóttir.
- Farið yfir líffærafræðina, og þróunarsögu hryggsúlunnar. Viðmælendur í fyrsta þætti eru Þorvaldur Ingvason læknir, Sigurjón Jóhannsson skipulagsfræðingur, Þórhall Auður Helgason tölvufræðinemi og Edda E. Magnúsdóttir doktor í líffræði.
- Bakveiki er lasleiki sem hrjáir marga, bakvandamál. Í þættinum er talað við Þorvald Ingvason læknir, Eddu E. Magnúsdóttir líffræðing og Jósep Blöndal læknir.
- Stólbök, orðasifjafræði og skart úr hryggjarliðum. Viðmælendur í þættinum eru Jón G. Friðjónsson prof. Emeritus og Jósep Ó. Blöndal læknir.
- Þáttrurinn gerir hryggskekkju skil og Anna heimsækir Karen Helenudóttur núna nýútskrifaðan ljósmyndara, Pétur Helgason stoðtækjafræðing.
Þættirnir gefa athygliverða innsýn í umgjörð umræðu um hrygginn, lífreynslusögur umgjörð og gerð hryggsins hjá spendýrum. Vel þess virði að hlusta á skoðanir Jóseps um hryggvanda John F. Kennidy bandaríkjaforseta.