Tryggvi Jónasson er stúdent frá MR 1971.

 

Tryggvi innritaði sig í AECC (Anglo European College of Chiropractic) haustið 1971. Hann lauk námi útskrifaður sem Doctor of Chiropractic sumarið 1976, eftir 5 ára nám.

 

Tryggvi ferðaðist til Danmerkur að loknu námi og sinnti í sex mánuði svokallaðri „turnustassistent tjeneste í Danmörku, fyrst hjá Henning Hviid í Árhúsum og í beinu framhaldi hjá Arne Amtoft Nielsen í Köge Sjálandi DK.

 

Haustið 1977 kom Tryggvi heim og setti upp stofu Klappasstíg 27 101 Reykjavík, en lenti strax í útistöðum við embætti Landlæknis, þar sem þeir töldu að leyfisveitingu fyrir þannig heilbrigðisþjónustu vantaði. Þáverandi heilbrigðisráðherra Matthias Bjarnason lagði fyrir Alþingi viðbót við læknalög „takmarkað læknngaleyfi“ sem heimilaði ráðherra og heilbrigðisráðamönnum að gefa út starfsleyfi.

Síðan hefur Tryggvi starfað sem kírópraktor í Reykjavík, og hafa leitað til hans fleiri en 17000 manns á stafsferlinum.

 

Tryggvi var brautryðjandi sem kírópraktor á Íslandi, og sat frá upphafi í stjórn Kíróprakorafélags Íslands.

 

Læknar hafa komið að rannsóknum á gestum á stofu Tryggva þegar rannsóknir á hrygg hafa verið nausynlegar með roentgenmyndatöku í huga, þar sem Tryggvi hefur aldrei átt eða rekið roentgentæki.

 

Tryggvi hhefur stuðst við greinagóða sögu hjá gestum stofunnar, og skoðað hvern og einn vel fyrir meðferð, og stillt fram tentatífri sjúkdómsgreiningu. Hann hefur með skoðun fylgt bataferli hvers og eins á meðan á hnykkmeðferð hefur staðið. Hann hefur þá gjarnan hreyfistkoðað hrygginn síðast með hreyfimælitækjum frá Jtechmedigal, commander echo, og frá sama framleiðanda „muscle tester“. Einnig frá sema framleiðanda „algometer“.

 

Tryggvi hefur verið frá árinu 2000 félagi í „Verkjafræðifélagi Íslands,“ sem er tengt „Skandinavisk association on pain,“ Hann hætti fyrir tæpu ári sem meðstjórnandi í verkjafræðifélaginu.

 

Tryggvi starfaði um árabil frá 1980 sem kennari hjá kvöldskóla Kópavogs í vinnutækni, og fengu þáttakendur í námskeiðunum tveggja launaflokka hækkun hjá kópavogsbæ ef þær sátu kennsluna.

 

Tryggvi var brautryðjandi sem kírópraktor á Íslandi, og sat frá upphafi í stjórn Kíróprakorafélags Íslands.